Lagnafóðrun

SKOLPLAGNIR

Skólplagnir frá húsum

Skólplagnir er eitthvað sem við viljum hafa í lagi við hús og fyrirtæki. Almennt er ekki hugsað út í þessar lagnir nema í upphafi nýbygginga og svo ekki fyrr en eitthvað kemur upp á. Það er góð regla að láta framkvæmda ástandsskoðun skólplagna við kaup á húsnæði hvort sem það er til einkanota eða fyrir atvinnustarfsemi.

Skólplagnir geta haft mikil áhrif á sölu fasteigna. Bilaðar skólplagnir geta leitt til verulegs tjóns og mikilla óþæginda. Með myndatöku er hægt að kanna ástand lagna og taka upplýstar ákvarðanir um kaup eða sölu á fasteignum.

Reglubundið eftirlit

Ekki bíða með athugun á skólplögnum þar til vandamál koma upp. Það er gott að láta ástandsskoða skólplagnir við kaup eða t.d. 15 árum eftir að hús er byggt og þú þekkir uppbyggingu skólplagna. En eftir það með reglulegum hætti eða á 5 ára fresti.

Skólplagnir hafa sinn endingartíma

Tjón af völdum skólplagna er með stærri tjónum sem fasteignaeigendur geta lent í og hafa yfirleitt í för með sér mikið rask og óþægindi í mörgum tilfellum. Með því að vanda vel til verka í upphafi og grípa nægilega snemma inn í bilanir á skólplögnum má laga þær með hagkvæmum hætti í samanburði við að endurnýja lagnir. En með innsetningu plaströra inn í eldri skólplagnir má spara verulegar fjárhæðir og lágmarka óþægindi.

Endurnýjaðu drenlagnir á sama tíma og skólplagnir

Þegar farið er af stað í endurnýjun eða viðgerðir á skólplögnum er mikilvægt að nýta tækifærið á meðan framkvæmdum stendur yfir og yfirfara drenlagnir.

Pantaðu ástandsskoðun fyrir skólplagnir

Skólplagnir frá heimilum og fyrirtækjum tengjast stofnlögn sveitarfélags og þarf að tryggja að lagnirnar séu opnar og með góðu rennsli frá upphafi til enda. Lagnafóðrun býður vandaða ástandsskoðun til að meta þessa þætti þar sem aðstæður og ástand lagna er metið.

Föst tilboð í skólplagnir

Ef nauðsynlegt er að fara út í frelkari aðgerðir gerir Lagnafóðrun föst verðtilboð í slík verk ásamt því að fá tilskilin leyfi þar sem það á við. Oft á tíðum er hægt að lengja líftíma lagna með fóðrun lagna en í ákveðnum tilfellum getur þurft að leggja nýjar lagnir.

Fóðrun á skólplögnum

Fóðrun á lögnum er þróuð aðferð til að lengja líftíma lagna. Það sem skiptir mestu máli er að nota réttu endingargóðu efnin í rörin og rétta tækni sem unnin er af fagmönnum. Þegar lagnir eru sprungnar eða slitnar getur verið hagkvæmast að beita lagnafóðrun. Fyrsta skrefið er að komast inn á lagnir en næst er lögnin sem á að laga hreinsuð. Því næst er búið til nýtt plaströr inni í eldri rörum úr þaulprófuðum og vottuðum plastefnum.

Lágmarks óþægindi stuttur verktími

Viðgerðir á lögnum fylgir oft mikið rask og óþægindi. Lagnafóðrun lágmarkar verktíma og rask er brot af því sem endurnýjun lagna kallar á. Algengur verktími er 2-3 dagar en fer þó eftir stærð verkefna.

Lagning á skólplögnum

Nýlagnir á skólplögnum í og við nýbyggingar eða eldri hús kalla á vandvirkni og fagmennsku. Mistök við lagningu á skolpi geta verið dýrkeypt og oft komið í ljós talsvert eftir að verki líkur. Hjá Lagnafóðrun starfa fagmenn með margra ára reynslu af alhliða pípulögnum.

Hafðu samband ef þig vantar aðstoð við skólplagnir að pípulagnir almennt.