Lagnafóðrun

DRENLAGNIR

Drenlagnir við hús

Drenlagnir við hús eru mjög mikilvægar gagnvart líftíma og viðhaldi húsa. Drenlagnir þurfa að virka með eðlilegum hætti til að ná vatni frá húsum sem annars getur leitað inn í þau og valdið talsverðum skaða.

 

Drenlagnir hafa sinn endingartíma

Nokkuð algengt er í eldri húsum að drenlagnir sem eru komnar til ára sinna séu hættar að virka og séu farnar að leiða til myglu í húsum. Endurnýjun á drenlögnum helst oftast í hendur við endurnýjun á skolplögnum.

 

Pantaðu ástandsskoðun fyrir drenlagnir

Dren og lagnir sem liggja frá húsgrunnum út í stofnlögn sveitarfélags þurfa að vera í fullkomnu lagi til að koma í veg fyrir tjón af völdum regnvatns. Lagnafóðrun býður vandaða ástandsskoðun sem varpar ljósi á stöðu mála sem er nauðsynlegt í upphafi til að meta umfang verkefna.

 

Föst tilboð í drenlagnir

Ef nauðsynlegt er að fara út í frekari aðgerðir gerum við föst verðtilboð í slík verk ásamt því að fá tilskilin leyfi þar sem það á við.

 

Lágmarks óþægindi stuttur verktími

Viðgerðir á lögnum fylgir oft mikið rask og óþægindi. Lagnafóðrun lágmarkar verktíma og rask er brot af því sem endurnýjun lagna kallar á. Algengur verktími er 2-3 dagar en fer þó eftir stærð verkefna.

 

Lagning á drenlögnum

Nýlagnir á drenlögnum við nýbyggingar eða eldri hús kalla á vandvirkni og fagmennsku. Mistök við lagningu á dreni geta verið dýrkeypt og oft komið í ljós talsvert eftir að verki líkur. Hjá Lagnafóðrun starfa fagmenn með margra ára reynslu af alhliða pípulögnum.

Hafðu samband ef þig vantar aðstoð við drenlagnir að pípulagnir almennt.