Lagnafóðrun

FYRIRTÆKIÐ

Lagnafóðrun – LF System ehf.

Svanbjörg Vilbergsdóttir pípulagningameistari er eigandi félagsins. Lagnafóðrun er leiðandi fyrirtæki þegar kemur að viðgerðum á fráveitulögnum ásamt úttektum á ástandi fráveitulagna. Hjá fyrirtækinu starfa metnaðarfullir einstaklingar með sérhæfða þekkingu og reynslu á þessu sviði. Lagnafóðrun býður upp á sveigjanlegar og skilvirkar lausnir á uppbyggingu skólp og neysluvatnslagna með hagkvæmri og einfaldri framkvæmd. 
Við ábyrgjumst gæði vöru okkar og þjónustu og leggjum áherslu á að vera með aðgang að bestu tiltæku tækni hverju sinni og erum þannig í sífelldri þróun. Við erum í stakk búin til þess að takast á við nánast hvaða fóðringarverkefni sem er. 
VIÐ ERUM MEÐ LAUSNINA ! 
ÖLL FÓÐRINGAREFNI LAGNAFÓÐRUNAR ERU VOTTUÐ TIL ALLT AÐ 50 ÁRA