Lagnafóðrun

ÁSTANDSSKOÐUN

Í upphafi skal endinn skoða.

Mikilvægt er að ástand lagna sé skoðað og metið frá A-Ö áður en tekin er ákvörðun af húseiganda/húsfélagi um næstu skref. Endurnýjun skólplagna er kostnaðarsöm aðgerð sem íhuga þarf vel. Áður en ákveðið er hvað skuli gert, hvernig, hve mikið og hvaða verktaki er valinn til verksins er mikilvægt að kanna ástandið á lögnunum.

 

Ástandsskoðun á skolplögnum er lykilatriði

Ítarleg ástandsskoðun er nauðsynleg í upphafi þar sem skólplögnin er mynduð að innan. Með hverri ástandskoðun frá Lagnafóðrun getur fylgt ítarlegt mat þar sem kemur fram ástand lagnar og okkar greining á því hvort hægt sé eða skynsamlegt sé að fóðra lagnir að innan að fullu eða hluta. Hver ástandskoðun frá okkur er gerð og yfirfarin af faglærðum pípulagningameistara.

Eftir ásandsskoðun getur verkkaupi nýtt upplýsingar um ástand lagna þegar hann gengur til samninga við okkur hjá Lagnafóðrun eða annarra pípulagningameistara um framkvæmd verksins.

*Athugið að mikilvægt er að sá aðili sem tekur að sér verkið sé með full starfsleyfi og tilskilda menntun til að fást við pípulagnir og viðgerð á skólplögnum.