Lagnafóðrun

PÍPULAGNIR

Pípulagnir í höndum reyndra pípulagningameistara

Lagnafóðrun bíður alhliða pípulagnir fyrir heimili og fyrirtæki í nýbyggingum og eldri húsum. Pípulagningameistarar okkar annast nýlagnir, breytingar eða viðgerðir í öllum flokkum pípulagna:

  • Neysluvatnslagnir
  • Frárennsli
  • Hitalagnir
  • Snjóbræðslukerfi
  • Heitir pottar

Hafðu samband og pantaðu ástandsskoðun.

Val á efni fyrir pípulagnir

Hvaða pípulagningaefni á að nota? Í dag er úrval af lagnaefni fyrir pípulagnir mjög fjölbreytt og stundum erfitt að átta sig á hvaða efni er hentugast að nota. Þá er gott að hafa aðgengi að pípulagningameistum með mikla reynslu og þekkingu sem veita þér persónulega og faglega ráðgjöf um val á efni. Það getur verið snúið að ákveða hvort nota eigi plastlagnir, pexrör, álpex, stálrör, rör úr ryðrfríu stáli eða eirrör. Ekki láta þetta vefjast fyrir þér fáðu aðstoð fagmanna við rétt val.